Húsasmiðjan lækkar verð timbri og pallaefni um 10%

Húsasmiðjan hefur tilkynnt um lækkun á nánast öllu timbri um 10% og hefur
lækkunin þegar tekið gildi.


Markaðsverð á timbri hefur almennt farið lækkandi á mörkuðum þó eitthvað sé að
hægja á því núna. Það er stefna Húsasmiðjunnar að þessar lækkanir skili sér til
viðskiptavina. Við erum að losa sendingar á lægri verði en við höfum séð undanfarið
og við látum því nýtt og lægra verð taka gildi strax og lækkum einnig það timbur sem
við eigum þegar á lager. Þetta er rífleg lækkun og nýtist að sjálfsögðu þeim sem eru í
framkvæmdahug. 
"Síðasta sumar tilkynntum við töluverða verðlækkun á timbri, eða allt að 10 % á
pallaefni og ákveðnum viðartegundum. Fyrir áramót lækkuðum við allt
styrkleikaflokkað timbur um 15 %.   Nú tilkynnum við um 10% flata lækkun á nær öllu
timbri, s.s. burðarvið, mótatimbri, grindarefni og gagnvarinni furu. Húsasmiðjan hefur
sem dæmi lækkað burðarvið samtals um 30% frá því sem verðið var hæst á síðasta
ári.
Þetta eru því umtalsverðar verðlækkanir og sannarlega jákvætt innlegg á tímum
frétta um vöruverðshækkanir og hækkun byggingakostnaðar. Einnig er pallasumarið
komið af stað og þetta e sannarlega jákvæð byrjun á því.
Það timbur sem ekki lækkar flatt núna er harðviður og lerki“

- segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar

Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar