Heimsmarkmið og stefnur

Texti um heimsmarkmið, stefnur og gildi Húsasmiðjunnar, Blómavals og Ískrafts

3. Heilsa og vellíðan

Aukið hlutfall umhverfisvottaðra vara, sem styrkir sjálfbæra framleiðslu og neyslu. Hvetur fólk til að leggja leið sína á hjólinu í stað bíls, sem dregur úr koltvísýringi og styrkir heilbrigði og vellíðan. Þátttaka í loftslagsverkefninu SoGreen stuðlar að aukinni vitund og ábyrgð á kolefnisjöfnun og verndun umhverfis.

4. Menntun fyrir alla

Stuðlar að jöfnu aðgengi að menntun og þróun hæfni, með áherslu á að skapa tækifæri fyrir alla, til að efla þekkingu og færni sem stuðlar að sjálfbærri framtíð.

5. Jafnrétti kynjanna

Hvetur til jafnréttis, virðingar fyrir fjölbreytni og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Markmiðið er að byggja samfélag þar sem allir njóta jafnréttis og virðingar.

8. Góð atvinna og hagvöxtur

Hvetur til skapandi atvinnu, réttlátrar launþega og sjálfbærar atvinnustarfsemi. Markmiðið er að skapa störf sem eru bæði hagkvæm og sjálfbær, með virðingu fyrir réttindum starfsfólks.

12. Ábyrg neysla og framleiðsla

Stuðlar að minnkun sóunar, endurvinnslu og ábyrgri nýtingu auðlinda. Markmiðið er að skapa betri lífsgæði með minni umhverfisáhrifum.

13. Loftslagsaðgerðir

Krefst aðgerða til að berjast gegn hlýnun jarðar, með þátttöku í loftslagsverkefnum eins og SoGreen, og stuðlar að minni kolefnisfótspori og aukinni vitund um kolefnisjöfnun.

Jafnlv 400X300

Jafnlaunastefna

Húsasmiðjan leggur áherslu á að vera vinnustaður þar sem hver einstaklingur er metinn að verðleikum og að greidd skuli jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni, uppruna eða öðrum ómálefnalegum þáttum.

Jafnlaunastefna
Umhverfismal

Umhverfisstefna Húsasmiðjunnar og Blómavals

Húsasmiðjan gerir sér grein fyrir ábyrgðarhlutverki sínu í gegnum virðiskeðjuna og skuldbindur sig til að vinna með markvissum aðgerðum að lágmarka umhverfisáhrif starfsemi sinnar.

Umhverfisstefna
Vinnustadurinn9

Persónuverndarstefna

Húsasmiðjan meðhöndlar persónuupplýsingar og ber félaginu að að gæta hagsmuna þeirra einstaklinga sem eiga viðskipti við félagið hvað varðar persónuvernd og öryggi gagna sem fyrirtækið meðhöndlar í samræmi við lögin.

Persónuverndarstefna
Stefna Umhverfis2

Mannréttindastefna

Félagið virðir mannréttindi í allri starfsemi félagsins líkt og kveðið er á um í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Mannréttindastefna
Tveirmenn

Leiðarljós og kjaranagildi

Við erum leiðandi verslunar- og þjónustufyrirtæki á bygginga- og heimilisvörumarkaði. Markmið okkar er að veita framúrskarandi þjónustu, rétt vöruúrval og samkeppnishæft verð í sátt við umhverfi og samfélag.

Leiðarljós og kjarnagildi
Fittings

Samkeppnisréttaráætlun

Felst hún í fræðslu til starfsmanna, innra eftirliti, skipun regluvarðar og annarra aðgerða sem hafa það að markmiði að starfsmenn Húsasmiðjunnar séu ávallt vel meðvitaðir um samkeppnisumhverfi og samkeppnislög á hverjum tíma.

Samkeppnisréttaráætlun