Framvísa skal nótu/kassakvittun þegar vöru er skilað.
Vara skal vera í söluhæfu ástandi.
Vara skal tekin inn á sama verði og hún var keypt á.
Við vöruskil er mögulegt að:
Fá aðra vöru í skiptum.
Bakfæra upphæð inn á viðskiptareikning.
Bakfæra upphæð inn á kreditkort viðkomandi hafi varan verið greidd með því korti.
Bakfæra upphæð inn á debetkort viðkomandi ef vöruskil eru samdægurs og verslað var og greitt var með viðkomandi debetkorti.
Við vöruskil úr vefverslun skal skila vöru innan 14 daga frá kaupum. Hafa samband við vefverslun alla virka daga kl 10-16 eða senda tölvupóst á vefverslun@husa.is og við höfum samband.
Gefin er út inneignarnóta fyrir vöruskilum.
Vörur eru ekki endurgreiddar með peningum.
Við áskiljum okkur rétti til að draga allt að 30% af söluverði vöru séu umbúðir ekki í upprunalegu ástandi eða vara er ekki í 100% söluástandi.