Verkefni og markmið

Nýsköpun og þróun eru lykiláherslur, því nauðsynlegt er að brjóta upp hefðbundna ferla til að skapa raunverulegar breytingar. Slagorðið “minnkum sóun” hefur verið haft að leiðarljósi innan húss, sem tekur á góðri umgengni, fullnýtingu efna, sem og outlet-útsölu þar sem gölluð, “útrunnin” og afgangsvara er seld með afslætti frekar en að setja í förgun.

Afgangstimbur fær nýtt líf

Verkefni sem sameinar sjálfbærni, nýsköpun og fallega hönnun. Í samstarfi við Arnhildi Pálmadóttir, SAP arkitekta og Lendager, hefur verið hafin markviss nýsköpun í hringrásarferlum byggingariðnaðarins með sérstakri áherslu á sjáflbærni og virðisaukningu úrgangsefna. Timbur er helsta innflutningsvara Húsasmiðjunnar og kemur að auki sem umbúðaefni utanum ýmsar vörur sem hefur ekki haft neinn annan farveg en sem úrgangur. 

Lífsferilsgreining sýndi fram á 53% minni losun en viðmiðunarhús, sem undirstrikar mikilvægi þess að fyrirtæki taki svona verkefnum opnum örmum. Val á klæðningu skilaði 2,4 tCO₂ íg sparnaði í stað hefðbundnar álklæðningar sem er almennt notuð í byggingariðnaði hér á landi.

Þetta samstarf sýnir fram á hvernig hægt er að skapa verðmæti úr timbri eða öðrum efnum sem áður voru talin lítils virði og hvernig hringrásarhagkerfið getur leitt til aukinnar sjálfbærni í byggingariðnaði.

Frauðplast í hringrás

  • Frauðplast endurnýtt til framleiðslu á nýrri söluvöru. Húsasmiðjan er í samstarfi við Tempru um endurvinnslu á frauðplasti sem til fellur í verslunum. Skilað er inn hreinu frauðplasti en Tempra getur notað allt að 30% endurvinnanlegt frauðplast á móti nýju hráefni. Framleiddar eru einangrunarplötur sem Húsasmiðjan selur til notkunar í byggingariðnaðinum.

  • Mikil áhersla í hringrásarhagkerfinu er að verðmæti tapi ekki gæðum og því mikilvægt að huga að ábyrgri endur hagnýtingu vöru eins og þegar frauðplast sem vernda vörur verði að einangrun húsa sem standa í tugi ára.