Mannréttindi, barnaþrælkun, nauðungarvinna ofl.

Félagið virðir mannréttindi í allri starfsemi félagsins líkt og kveðið er á um í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Í sáttmálanum kemur m.a. fram að allir eigi jafnan rétt til mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls,
litarháttar, trúarbragða, skoðana, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, fötlunar, líkamsgerðar eða annarrar stöðu.
Að sama skapi, gerir félagið þær kröfur að aðrir, einstaklingar sem lögaðilar, sem tengsl hafa við félagið, virði þau sömu mannréttindi. 
Verði birgi eða samstarfsaðili uppvís að  mannréttindabrotum sem fara í bága við sáttmála SÞ, áskilur félagið sér allan rétt að slíta viðskiptasambandi sem og öðrum tengslum við viðkomandi aðila.
Félagið líður aldrei barnaþrælkun og virðir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hvað varðar réttindi barna. Verði birgi eða samstarfsaðili uppvís að barnaþrælkun eða háttsemi sem stríðir gegn Barnasáttmálanum, áskilur félagið sér þann rétt að slíta viðkomandi viðskipta eða tengsla sambandi.
Öll háttsemi sem stríðir gegn ofangreindum sáttmálum, hvort sem um er að ræða nauðungarvinnu eða þrælkun af hvaða tagi sem í slíku kann að felast er ekki liðið innan félagsins.
Verði birgi eða samstarfsaðili uppvís að slíkri háttsemi mun félagið slíta öllum tengslum og viðskiptum þegar í stað.