Umhverfisstefna Húsasmiðjunnar og Blómavals
Húsasmiðjan leitast við að starfa í sátt við umhverfið meðal annars með því að minnka stöðugt vistspor rekstrarins og virðiskeðju fyrirtækisins með markvissum ákvörðunum og aðgerðum.

Umhverfisstefnan í framkvæmd
Húsasmiðjan skuldbindur sig til að vinna með markvissum aðgerðum að því að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar og auðvelda
vistvænar framkvæmdir með því að:
- Starfa samkvæmt reglum og lögum sem gilda um umhverfisvernd á Íslandi og leita stöðugt leiða til að spara orku, minnka úrgang og
starfa í sem mestri sátt við umhverfi fyrirtækisins og framkvæma reglulega áhættumat fyrir rekstrareiningar. - Hafa að leiðarljósi að rekstrarákvarðanir taki mið af að skapa heilbrigt starfsumhverfi og skynsamlega nýtingu auðlinda.
- Efla samstarf við birgja sem huga markvisst að umhverfi sínu, eru vottaðir, og framleiða vörur með eins umhverfisvænum hætti og unnt er. Markmið Húsasmiðjunnar er jafnframt að kynna umhverfisvænar vörur markvisst, bjóða upp á nýjungar, tryggja sýnileika umhverfisvænna vara og lausna lausna á vef og í verslunum. Markmið okkar er að bjóða upp á umhverfisvæna valkosti í öllum helstu vöruflokkum.
- Vinna markvisst að fræðslu og þjálfun starfsmanna til að auka þekkingu á umhverfismálum og deila þeirri þekkingu einnig með viðskiptavinum okkar.
- Hvetja alla hagaðila til almennrar virðingar fyrir umhverfinu.
- Setja reglulega mælanleg og tímasett markmið í umhverfismálum.
Samfélags- og umhverfisskýrsla BYGMA og Húsasmiðjunnar


Grænar vörur í Húsasmiðjunni
Húsasmiðjan býður upp á eitt mesta úrval landsins af umhverfisvænum byggingavörum. Í vefverslun eru allar umhverfisvænar og umhverfisvottaðar vörur sérmerktar með grænum borða sem við köllum "Græn vara".
Sjá nánar hér
Umhverfisvænar vörur
Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á mikið úrval af umhverfisvænum vörum.
Umhverfisvæn merki sem við erum með sjá hér.

Hleðslustöðvar
Húsasmiðjan var fyrst byggingarvöruverslana til að bjóða upp á hleðslutöðvar fyrir rafmagnsbíla í Fagmannaverslun árið 2017.
Sjáðu úrvalið af hleðslustöðvum hér
Timbur úr sjálfbærum skógum
Nánast allt okkar timbur kemur úr sjálfbærum skógum.
Sjá timbur og pallaefni hér

Við flokkum sorp
Við höfum í mörg ár unnið markvisst að því að minnka sóun og flokka sorp í verslunum okkar um land allt og á skrifstofum
Við kveðjum plastpokann
Árið 2020 kveðjum við poka úr plasti og skiptum þeim út fyrir umhverfisvæna poka úr maíssterkju. Pokana er hægt að fá við alla afgreiðslukassa í verslunum Húsasmiðunnar.
