SJÁLFBÆRNI
Húsasmiðjan leggur áherslu á sjálfbæra þróun með því að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar og stuðla að jákvæðum áhrifum á samfélagið. Við leitum stöðugt leiða til að bæta verkferla, minnka sóun og nýta efni á ábyrgari hátt. Í takt við hringrásarhagkerfið fá efni sem áður voru urðuð nýtt líf í gegnum endurvinnslu og endurnýtingu.
Markvissar aðgerðir hafa þegar skilað árangri, meðal annars með verulegum samdrætti í úrgangi og aukinni innlendri endurvinnslu sem minnkar kolefnisspor. Við styðjum við viðskiptavini með stafrænum lausnum sem auka yfirsýn yfir vörukaup, reikninga og umhverfisvottanir.
Sjálfbærni er sífellt stærri hluti af starfsemi Húsasmiðjunnar og við höldum áfram að þróa vöruframboð, fræða starfsfólk og viðskiptavini og tileinka okkur nýjar reglugerðir og lausnir. Í breytingunum leynast tækifærin – og við ætlum að nýta þau til að byggja betri og umhverfisvænni framtíð.
Skýrslur
Hér má finna skýrslur og ítarlegt efni frá Húsasmiðjunni og Bygma Group sem fjalla um sjálfbærni, umhverfismál og samfélagslega ábyrgð. Þar er veitt innsýn í markmið, aðgerðir og árangur á þessu sviði.
Skýrslur
Helstu verkefni og markmið
Nýsköpun og þróun eru lykiláherslur til að brjóta upp hefðbundna ferla og skapa raunverulegar breytingar. Með slagorðið „minnkum sóun“ að leiðarljósi er lögð áhersla á fullnýtingu efna og outlet-sölu í stað förgunar.
Sjá meira
Vottaðar vörur
Húsasmiðjan býður upp á fjölbreytt úrval af umhverfisvænum og vottuðum byggingavörum sem stuðla að ábyrgri nýtingu auðlinda og sjálfbærari framkvæmdum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þær vottaðar vörur sem við bjóðum upp á.
Sjá allar Vottaðar vörur
Heimsmarkmið og stefnur
Húsasmiðjan leggur ríka áherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum umhverfisvænar lausnir frá ábyrgum birgjum og vinnur markvisst að skýrum markmiðum í átt að sjálfbærari og vistvænni framtíð.
Heimsmarkmið og stefnur
Viðskiptalíkan og tímalína
Húsasmiðjan hefur tekið þátt í fjölmörgum umhverfisvottuðum verkefnum þar sem BREEAM-, LEED- og Svansvottun eru meðal algengustu vottananna.
Tímalína umhverfis- og samfélagsmála
Samfélagsverkefni
Það er skýrt markmið að vera eftirsóttur vinnustaður sem leggur áherslu á samfélagslega ábyrgð, jákvæða menningu og jafnrétti á öllum sviðum starfsins.
Félag Fagkvenna