Húsin afhendast nánast fullkláruð að utan sem að innan ásamt fullbúnu eldhúsi og baðherbergi.

Húsin eru eru 15fm² - 126m² heilsárshús og koma lyklaklár, fullbúin í heilu lagi. Verðin miðast við grunnútfærslu, en hægt er að uppfæra ýmsa þætti eftir óskum, s.s. eldhúsinnréttingar, gólfefni, lýsingu og fleira.
Húsin koma með þakklæðningu meðfylgjandi en ekki fasta á þakinu, sama á við um flasningar á þaki, rennur og niðurföll. 
Útiljós við hífinga punkta fylgja með inni í húsunum en ekki upphengd vegna hættu á skemmdum. 
Þú þarft eingöngu að setja niður sökkla og tengja húsið við vatn og rafmagn. Það þarf leyfi fyrir öllum húsum, við getum bent þér á hönnuð sem leiðir þig í gegnum allt ferlið og sinnir samskiptum við byggingaryfirvöld. Húsin uppfylla körfur íslenskrar byggingareglugerðar. 

Við pöntun greiðist 30% af kaupverði hússins og 70% við komuna til landsins. 
Eftir lokagreiðslu er kaupandinn orðinn ábyrgur fyrir húsinu.

Húsin eru lánshæf, en ekki fyrr en þeim hefur verið komið fyrir og lokaúttekt hefur átt sér stað. Húsasmiðjan getur aðstoðað kaupendur með ýmsum hætti.

Afhendingartími 24 - 32 vikur 

Fáðu tilboð og nánari upplýsingar hjá sérfræðingum okkar í Fagmannaverslun Húsasmiðjunnar í tölvupósti hus@husa.is og við svörum um leið.

Húsin eru auðveld í flutningum og fara beint á undirstöður