Húsasmiðjan og umhverfismál

Húsasmiðjan skuldbindur sig til að vinna með markvissum aðgerðum að því að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar og auðvelda vistvænar framkvæmdir.

Kynntu þér umhverfisstefnu Húsasmiðjunnar hér

Húsasmiðjan býður upp á mikið úrval af umhverfisvænum byggingavörum. Kynntu þér umhverfisstefnu okkar og þær lausnir sem við bjóðum upp á hér að neðan. 

Þess má geta að með markvissum aðgerðum tókst Húsasmiðjunni að lækka mælda heildarlosun koltvísýringsígilda frá starfseminni um 12 prósent á milli áranna 2019 og 2020 ásamt því að hafa nú kolefnisbundið losun í samstarfi við Kolvið og Votlendissjóð. Sjá nánar hér