Bleikt sveiplyng

Mýrarsveiplyng er fremur ný planta á markaði hér á landi sem er
uppruni í Norður-Ameríku og finnst villt frá Nýfundnalandi að
Hudson-flóa. Mikil skála- og gróðurhúsaprýði snemma á vorir þegar
hún er í fullum blóma og falleg laufplanta eftir blómgun.
Lyngið er glæsilegur sígrænn, lágvaxinn og marggreindur runni
með dökkgrænum gljáandi litlum og leðurkenndum blöðum og þéttum
bleikum eða fjólubláu og skálarlaga blómum.
Dafnar best í sól eða hálfskugga og kýs raka en vel framræstan
og súran jarðveg. Mýrarsveiplyng þolir vel klippingu en þar sem
plantan blómstra á annars árssprotum þar að klippa hana fljótlega eftir
að blómgun líkur.
Til þess að plantan lifi veturinn af hér á landi þarf að taka hana
inn í skjól í kaldri geymslu.
Þrátt fyrir að plantan sé lítillega eitruð og ekki hæf til neyslu
notuðu indíánar Norður-Ameríku hana til að græða sár.
Ættkvíslarheitið Kalmia til heiðurs, sænskfinnska
grasafræðinginum, Pehr Kalm sem var uppi 1716 til 1779 og fór víða
um í Norður-Ameríku og safnaði plöntum og fræjum sem gætu nýst í
landbúnað en tegundarheitið polifolia er úr grísku poli og folia sem
þýða mörg og blöð eða margblaða.

- Vilmundur Hansen.