Mottur og dreglar á álagsfleti

Stílhreinir og sterkir dreglar eða mottur eru algengar á heimilum og vinnustöðum.

Mottur og dreglar hafa lengi verið notaðir á heimili og vinnustaði. Oftast er tilgangurinn sá að minnka slit á gólfefnum vegna álags, ágangs, bleytu o.fl.

Útidyramottur eru oft úr gúmmíi og þykja nánast ómissandi enda er tilgangur þeirra að minnka líkur á að óhreinindi berist inn.

Skipadreglar hafa langa sögu sem útidyramottur og dreglar.
Þeir eru einstaklega hentugir fyrir stigaganga og staði þar sem draga þarf úr sliti vegna mikils álags.

Gúmmídreglar eru afar hentugir á þá staði sem er mikið álag á gólf.

Af hverju mottur og dreglar?

Mottur og dreglar eru fyrst og fremst notaðir til að draga úr sliti vegna álags eða til að takmarka það að óhreinindi berist t.d. inn í hús.

Teppahreinsivélar

Mundu að Áhaldaleiga Húsasmiðjunnar á til teppahreinsivélar ef þú þarft að ná erfiðum óhreinindum úr teppum og dreglum.